Fréttir

Að velja steina

05.08.2011
Hvernig er best að velja steina? 
 

"Það er mjög mikilvægt að þú opnir hjarta þitt fyrir steinunum. Treystu innsæi þínu og tilfinningum. Ekki nota hugann til að skýra út eða finna skynsemi í innsæinu eða tilfinningum. Það getur verið að þig langi í stein sem tengist stjörnumerkinu þínu eða fæðingarmánuði þínum, en ekki takmarka þig við aðeins þá steina. Leyfðu þínu hærra sjálfi að leiðbeina þér til steinsins sem þú þarft núna, vegna litar hans eða öðrum eiginleikum. Þegar þú íhugar val þitt eru kannski einn, tveir eða fleiri steinar sem vekja sterklega athygli þína. Þetta eru steinarnir sem þu þarft á að halda núna."
 
(Tekið úr Orkusteinar eftir Maríu og Jón Yngva, Bæjargili 49, Garðabæ)