Skilmálar

Verslunarháttur
 
1)Viðskipti við Gjafir Jarðar ehf. á netinu fara eingöngu fram með því að viðskiptavinir millifæri inn á tékkareikning Gjafir Jarðar ehf., setji kennitölu í skýring/tilvísun og sendi afrit af millifærslu á gjafirjardar@gjafirjardar.is
 
Bankaupplýsingar Gjafir Jarðar ehf eru eftirfarandi: 
 
Banki: HB: Reikningur: Kennitala:
 
Kvittun þarf að senda á gjafirjardar@gjafirjardar.is
 
Viðskiptavinir fá afrit af pöntun senda í tölvupósti.
 
Kaupverð
1) Verð og tilboð geta breyst án fyrirvara.
2) Kaup hafa ekki átt sér stað nema að greiðsla hafi verið innt af hendi fyrir pöntunina.
3) Vörurnar eru ekki sendar kaupanda fyrr en greiðsla hefur átt sér stað.
4) Sé skilaréttur nýttur gegn uppfyltum skilyrðum mun viðskiptavinurinn fá innlegsnótu í búðinni sem hægt er að nota innan árs frá dagsetningu. 
5) Viðtakandi greiðir sendingarkostnað
 
Upplýsingar á vefsíðu
1) Allar upplýsingar um vörur og verð eru með fyrirvara um innsláttar-, rit- og myndvillur. 
2) Ef villa kemur fram í upplýsingum um vörur og greiðsla hefur verið innt af hendi mun varan verða endurgreidd að fullu. 
 
Skilaréttur
Ef vöru er skilað fær viðskiptavinurinn inneignarnótu í búðinni. 
Beiðni skal senda í tölvupósti um skil á vöru og ástæður þess þurfa að berast innan 5 daga frá því að varan er afhent. Gjafir Jarðar tekur eingöngu á móti vörum sem eru í upprunanlegu ástandi og innsiglaðar. 
 
Afhending
1) Vörur frá Gjafir Jarðar eru sendar með Íslandspósti. Vörur sem eru til á lager eru sendar af stað næsta virka dag eftir að pöntun hefur verið greidd. 
2) Vörur sem eru ekki til á lager verða pantaðar og afgreiddar innan 4 vikna. 
3) Ef vara hefur ekki borist viðskiptavini innan fjögurra vikna mun viðskiptavini verða boðin inneignarnóta sem nemur verðmæti þeirrar vöru sem keypt var. 
 
Rangar afgreiðslur
Ef til þess kemur að rangar vörur séu afgreiddar eða sendar mun Gjafir Jarðar ehf standa straum af þeim sendingarkostnaði sem myndast vegna þessa. Þegar Gjöfum Jarðar ehf hefur borist endursending varnings vegna rangrar afgreiðslu munu réttar vörur verða sendar innan sólarhrings frá móttöku endursendingar. 
 
Ábyrgð vegna notkunar á vörum
Viðskiptavinur ber ótakmarkaða ábyrgð á því að fara eftir leiðbeiningum.
 
Ábyrgð vegna afhendingar
Gjafir Jarðar ehf. ábyrgist að vörur séu sendar heilar og óskemmdar. Ef reynt verður á umrætt ákvæði verður viðskiptavinurinn að skila skemmdu vörunni og mun Gjafir Jarðar ehf. afhenda  vöru sem er í lagi þegar í stað. 
 
Yfirlýst samþykki viðskiptavina
1) Kaupandi samþykkir skilmála þess sem og ofangreinda liði sem snúa að viðskiptum í netversluninni www.gjafirjardar.is og hefur kynnt sér skilmálana samhliða kaupum á vörum frá Gjafir Jarðar ehf. 
2) Skilmálar þessir eru jafngildir samningi milli kaupanda og seljanda en viðskiptavinur samþykkir þá í einu og öllu við kaup á vörum í netverslun www.gjafirjardar.is